139. löggjafarþing — 152. fundur,  11. júní 2011.

skeldýrarækt.

201. mál
[13:41]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við greiðum nú atkvæði um heildarlög í skeldýrarækt en hér er verið að búa greininni lagaumgjörð sem mjög er til bóta. Lagt er til að lögin verði endurskoðuð að þrem árum liðnum í ljósi reynslunnar. Á milli 2. og 3. umr. tókum við einnig til greina að hagsmunasamtökum skelræktenda væri bætt inn sem umsagnaraðila í 17. gr. frumvarpsins. Þetta er ung og upprennandi atvinnugrein sem á sér mikla framtíð.