139. löggjafarþing — 160. fundur,  8. sept. 2011.

viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum.

[10:34]
Horfa

Þuríður Backman (Vg):

Hæstv. forseti. Mér er eiginlega óskiljanleg þessi mikla óþreyja í hv. þingmönnum stjórnarandstöðunnar þar sem þetta er annar dagur á þessu stutta þingi þar sem eru óundirbúnar fyrirspurnir. Við höfum tvo daga til viðbótar í næstu viku til að fara í þennan dagskrárlið, óundirbúnar fyrirspurnir, og það er ekki fyrirséð hvaða ráðherrar verða þá til svara.

Ráðherrum er skipt á ráðherrabekki í óundirbúnum fyrirspurnum eftir því sem þeir geta verið við. Þeir sem ekki eru hér hafa gilda ástæðu fyrir því og svo hefur alltaf verið. Þessi verkaskipting hefur viðgengist í mörg ár og er engin nýlunda að ráðherrar séu ekki allir til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. Ég bið hv. þingmenn (Forseti hringir.) að bíða rólegir til næstu viku.