139. löggjafarþing — 160. fundur,  8. sept. 2011.

fullnusta refsinga.

727. mál
[15:06]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Fangelsisvist á að vera betrun og við trúum því að þar eigi sér stað betrun. Ég var með fyrirvara á nefndarálitinu í þessu máli. Hann snýr ekki efnislega að þeim úrræðum sem í boði eru heldur að því að dómsvald er framselt til Fangelsismálastofnunar vegna þess að Fangelsismálastofnun á að úrskurða um hverjir komast í þetta úrræði en ekki dómstólar. Dómstólaráð gerði athugasemdir við framkvæmd þessa en þar sem málið er það gott og ég tel að það sé svo brýnt að leysa fangelsismál á Íslandi ætla ég að greiða atkvæði með frumvarpinu.