139. löggjafarþing — 160. fundur,  8. sept. 2011.

lengd þingfundar.

[16:05]
Horfa

Þuríður Backman (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við erum hér á stuttu septemberþingi og á fundi með forseta og þingflokksformönnum síðastliðinn mánudag var verið að fara yfir vikuna og hugsanlega kvöldfundi. Það er venja samkvæmt þingsköpum að á þriðjudögum megi heimila kvöldfundi, setja á kvöldfund án þess að bera það undir þingið.

Þar sem síðasti þriðjudagur var upptekinn fyrir annað óskaði forseti eftir því að færa kvöldfundinn yfir á miðvikudag, sem við gerðum í gær, og fimmtudag. [Frammíköll í þingsal.] Stjórnarandstöðuformennirnir óskuðu eftir atkvæðagreiðslu um fimmtudagskvöldfundinn og við erum að ganga í gegnum hana núna. Ég vil bara fara yfir þetta, það lá fyrir beiðni og ósk forseta um kvöldfund í kvöld og að (Forseti hringir.) greidd yrðu atkvæði um það í dag.