139. löggjafarþing — 161. fundur,  12. sept. 2011.

lengd þingfundar.

[11:27]
Horfa

Jónína Rós Guðmundsdóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við ræddum á fimmtudaginn dálítið um skólabrag og þingbrag og rætt var um að til þess að góður bragur væri í stofnunum væri nauðsynlegt að gott samstarf næðist um mál. Til að samstarf náist verða allir að leggja sitt af mörkum. Ég legg til að við gerum það af fullri einurð. Stærstur hluti málanna á þessari dagskrá 32 mála hefur verið unninn í fullu samstarfi, (Gripið fram í.) um önnur mál hefur að sjálfsögðu ekki verið eins náið samstarf. Um þau mál náum við samkomulagi og röðum þeim upp en nýtum vel þá daga sem við höfum. Ég held að við verðum að horfast í augu við það að við verðum að (Forseti hringir.) funda fram á kvöld í kvöld.