139. löggjafarþing — 161. fundur,  12. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[21:06]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka ágætisyfirferð í ræðu hv. þm. Ólafar Nordal. Eitt mundi ég þó vilja fá að heyra nánar um frá henni, það er álit hv. þingmanns á hugmyndum um stórfellda fjölgun aðstoðarmanna ráðherra. Hv. þingmaður kom aðeins inn á það. Maður getur ekki annað en sett þetta í samhengi við það sem við höfum fylgst með í þessum efnum undanfarin tvö, þrjú ár. Nú man ég ekki töluna, hv. þm. Birkir Jón Jónsson getur kannski kallað fram í ef hann man töluna, en um þetta var spurt fyrir allnokkru síðan. Þá námu ráðningar slíkra starfsmanna án auglýsinga tugum. (BJJ: Yfir 40.) Yfir 40 og það er langt síðan það var, ætli þær séu ekki farnar að nálgast 100 núna? Er að mati hv. þm. Ólafar Nordal æskilegt að bæta svo verulega í pólitískt hjálparlið ríkisstjórnar en huga á sama tíma ekkert að því að styrkja þingið? (Forseti hringir.) Ég tala nú ekki um stjórnarandstöðuna á þingi.