139. löggjafarþing — 161. fundur,  12. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[22:19]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. þingmanni fyrir prýðilega ræðu og sérstaklega fyrir að vekja athygli á því að samskipti hæstv. forsætisráðherra og forseta lýðveldisins eru góð. Það er langt síðan maður hefur fengið svona góðar fréttir hér í þinginu og svolítið síðan ég heyrði talað um góð samskipti forustumanna hæstv. ríkisstjórnar og einhverra aðila

Eftir að hafa skoðað 2. og 3. gr., sem ganga út á að hæstv. forsætisráðherra geti í hvert skipti ráðskast bæði með ráðuneyti og þar af leiðandi ráðherra, vildi ég spyrja hv. þingmann hvort þeir sem skrifuðu þetta hafi kannski skrifað það fyrir einhverjar aðrar aðstæður en við eigum að venjast hér á landi. Ég velti því fyrir mér hvort þetta eigi ekki frekar við um þar sem almenna reglan er sú að einn flokkur sé (Forseti hringir.) í ríkisstjórn en ekki þegar um samsteypustjórnir er að ræða?