139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

fundarstjórn.

[15:31]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F):

Virðulegur forseti. Ég vil byrja á því að óska eftir því að hæstv. forseti sýni þingmönnum stjórnarandstöðunnar jafnmikið umburðarlyndi og þingmönnum stjórnarliðsins. Mér finnst alltaf þegar þingmenn stjórnarandstöðu biðja um að fá að leggja orð í belg að það sé á einhvern hátt truflun við hæstv. forseta og dagskrá þingsins en á meðan mega stjórnarliðar streyma hér upp með alls konar erindi.

Erindi mitt er reyndar í ætt við það sem hv. þm. Álfheiður Ingadóttir vakti athygli á áðan. Hún spurði hversu mörgum fyrirspurnum væri enn ósvarað af hálfu ráðherra? Ég hef beðið vel á þriðja mánuð eftir því að haldinn verði opinn fundur í utanríkismálanefnd til að ræða stöðu mála í Evrópusambandinu, því sambandi sem Íslendingar eru að sækja um aðild að. Enn hefur ekki gefist tími til að halda þann fund. Hann verður líklega ekki haldinn. Telur hæstv. forseti eðlilegt að ekki sé boðað til fundar um svo brýn mál (Forseti hringir.) og að margir mánuðir séu látnir líða án þess að því sé sinnt?