139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[17:18]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil, líkt og hv. þm. Álfheiður Ingadóttir, mótmæla því að þetta frumvarp sé óunnið. Það hefur verið rætt ítarlega í allsherjarnefnd. Ég sit í þeirri nefnd og tók þátt í því, bæði í vor og haust á mörgum fundum. Þannig að það er ekki rétt að þessi umræða sé ekki fullbúin.

Vel má vera, virðulegi forseti, að ekki séu allir á einu máli um frumvarpið, en það er allt annað mál heldur en að það sé ekki tilbúið til afgreiðslu. Þess vegna tel ég rétt að þeir sem vilja tala í þessu máli drífi sig í því og síðan verði gengið til atkvæða og atkvæðavægi ráði um úrslit þessara mála eins og gerist hér í þinginu þegar ekki allir eru á eitt sáttir.

Ég vil nota tækifærið til að lýsa því að ég styð þá breytingartillögu sem fram er komin við 2. gr.