139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[18:57]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Forseti. Ég skal reyna að svara á þessari mínútu nokkrum spurningum sem þingmaðurinn hefur borið fram.

Í fyrsta lagi spurning sem ég hef svarað áður. Hér var upplýst áðan úr ræðustól að stefna Framsóknarflokksins er sú að grunneiningar Stjórnarráðsins séu um það bil 60 skrifstofur, þ.e. við hugsum í skrifstofum, í málaflokkum, en ekki í gömlu stjórnarstofnunum sem hér urðu til meira og minna af sögulegri tilviljun. Fyrst var ráðherra, munið þið, ráðherra Íslands, síðan urðu ráðherrar þrír og þar með þrjú ráðuneyti o.s.frv. Hugsunin er sú að skrifstofur geti flust á milli án þess að það fari í gegnum þunga málsmeðferð í þinginu.

Í öðru lagi með oddvitana er í raun og veru ákvæði um þá í breytingartillögum okkar, í b-lið 4. brtt.

Í þriðja lagi með ráðherra sem eru ekki á þingi. Í einu landi sem ég þekki til eru ráðherrar ekki á þingi, þ.e. í Noregi. Þar eru ráðherrar ekki á þingi og þar er stjórnskipan sem við ættum kannski að herma meira eftir. (Forseti hringir.) Skipulagið sem við erum að leggja hér til í hinni frægu 2. gr. (Forseti hringir.) er innflutt frá Noregi.