139. löggjafarþing — 163. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[01:26]
Horfa

Atli Gíslason (U) (andsvar):

Herra forseti. Þetta mál er fjarri því að vera brýnasta málið sem er uppi. Ég held að ef góðir menn hefðu komið saman hefði verið hægt að sníða af þessu frumvarpi alla þá annmarka sem á því eru. Það hafa komið fram ýmsar tillögur um það. Ég tel að þær tillögur sem komu fram um sátt hafi ekki gengið nægilega langt og það eru fleiri atriði í frumvarpinu sem væri hægt að vinna. Þetta frumvarp er langt frá því að vera forgangsverkefni. Ég gæti talið upp fjöldamörg verkefni önnur í því sambandi en læt það vera á þessu stigi.