139. löggjafarþing — 163. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[01:33]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Fyrr í kvöld óskaði ég eftir því að nokkrir hæstv. ráðherrar yrðu viðstaddir umræðuna. Ég vil benda hæstv. forseta á 56. gr. þingskapa Alþingis. Þar stendur í 1. mgr., með leyfi frú forseta:

„Forseti gefur þingmönnum venjulega færi á að taka til máls í þeirri röð er þeir beiðast þess þá er dagskrármálið er tekið fyrir. Þó getur hann vikið frá þeirri reglu við ráðherra, sem hlut á að máli, og framsögumann, svo og til þess að ræður með og móti málefni skiptist á …“

Þessi umræða hefur verið steingeld, frú forseti, vegna þess að við erum alltaf að tala á aðra hliðina. Það kemur ekkert á móti, við fáum ekki svör frá framsögumanni eða ráðherrum. Ég sætti mig ekki við þetta, ég vil hafa almennilega umræðu og ekkert málþóf.

(Forseti (ÁI): Forseti verður að upplýsa vanmátt sinn í þeim efnum að geta ekki raðað hv. þingmönnum inn á mælendaskrá sem ekki hafa beðið um orðið.)