139. löggjafarþing — 163. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[02:04]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég ítreka spurningu mína áðan um það hvort hæstv. forseti geti verið eilítið nákvæmari hvað eitthvað inn í nóttina merkir og hvernig hæstv. forseti skilgreinir það hvenær morgunn byrjar. Síðan vil ég beina því í mikilli vinsemd til hæstv. forseta að taka það upp á næsta forsætisnefndarfundi, af því að ég er mjög umhverfissinnaður maður, að biðja hæstv. forseta þingsins að gefa ekki út starfsáætlun. Ég held að það sé mikilvægt bara til að spara pappír, því að það er ekkert farið eftir henni hvort sem er. Það lá fyrir að þing ætti að standa til 15. september og það er ekkert farið eftir því. Ég hvet hæstv. forseta til að taka það sérstaklega upp á fundi forsætisnefndar að vera ekki að eyða pappír í það heldur væri miklu skynsamlegra að fá tölvupóst beint úr forsætisráðuneytinu um hvernig þingfundum verði hagað. Þá þyrftum við ekki að prenta þetta út og það mundi kannski vera í anda núverandi hæstv. ríkisstjórnar að vera einhvers staðar umhverfisvæn.