139. löggjafarþing — 163. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[02:58]
Horfa

Ólöf Nordal (S) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég ætlaði að fara að lýsa því yfir að ég botnaði ekkert í skýringum hæstv. forseta á því hvernig halda ætti áfram hér með þingstörfin í kvöld. Mér þykir nokkur bragarbót hafa orðið á fundarstjórn forseta (BJJ: Glæsileg.) ef það stendur til að klára tvo ræðumenn áður en við ljúkum störfum hér í kvöld. Ég geri þá ráð fyrir að við munum ljúka störfum innan klukkutíma og menn komist þá til síns heima og geti hvílt sig. Ég þakka hæstv. forseta fyrir að hafa eftir nokkuð langan tíma loksins sagt okkur hvað hann hyggist fyrir með stjórn fundarins.