139. löggjafarþing — 163. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[03:35]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég geri alvarlegar athugasemdir við hvernig forseti stýrir fundi núna. Ég vil hins vegar segja að ég geri ekki athugasemd við það að hv. þm. Björn Valur Gíslason fari í andsvar við formann Framsóknarflokksins. (BVG: Þú gerðir það víst.) En hins vegar kom sú beiðni eftir að ræðunni lauk. (BVG: Nei.) (RM: … stýra fundinum.) Það er það sem ég er að gera athugasemdir við. — Hv. þm. Róbert Marshall stýrir ekki fundi.

Ég vil segja það við hæstv. forseta …

(Forseti (KLM): Forseti vill taka fram að hann mat það þannig að tvær beiðnir væru komnar fram um andsvar áður en ræðunni lauk.)

Ég geri athugasemd við fundarstjórn forseta. Það kom fram beiðni um andsvar eftir að ræðu lauk og ég óska eftir því að forseti boði til fundar á morgun með þingflokksformönnum þar sem farið verði yfir upptöku af þessum fundi þar sem kom glögglega fram að forseti er ekki að fara að þingsköpum og það er mjög alvarlegt mál.