139. löggjafarþing — 163. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[03:38]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég ætla ekki að blanda mér í þetta sekúnduspursmál sem hér er til umræðu. Ég ætla hins vegar að gera athugasemd við það að við hv. stjórnarandstæðingar erum vændir um málþóf. Við komum hingað og spyrjum spurninga, við komum hingað og gerum athugasemdir, við komum hingað og gerum athugasemdir við breytingartillögur frá meiri hluta hv. allsherjarnefndar en við fáum engin svör. Það er spurt aftur og aftur vegna þess að við fáum ekki svör.

Svo kemur hv. þm. Róbert Marshall, formaður allsherjarnefndar, og spyr Framsóknarflokkinn um einhverjar deilur innan þess flokks sem koma málinu ekkert við, í stað þess að svara öllum þeim sjónarmiðum og spurningum sem hér hafa komið upp í allri þessari umræðu. (Gripið fram í.) Það hefur ekki komið eitt einasta orð sem svar við því og umræðan tefst og tefst.