139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[21:47]
Horfa

Árni Johnsen (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil bara árétta spurningu mína til hv. þingmanns varðandi yfirlýsingar hæstv. forsætisráðherra á undanförnum vikum og missirum, yfirlýsingar sem hafa ekki staðist það sem rétt er. Íslenskir fjölmiðlamenn sem um það hafa fjallað hafa ekki haft meiri metnað en svo að þeir hafa látið það yfir sig ganga og ekki sóst eftir því að stutt væri við yfirlýsingar hæstv. forsætisráðherra. Ég ítreka aftur þá ábendingu sem ég nefndi varðandi Líbíu og fjallaði um meðferð sem átti að hafa orðið á Alþingi en átti sér ekki stað.