139. löggjafarþing — 165. fundur,  16. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[20:20]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Ég mun greiða atkvæði á móti þessum breytingartillögum við 7. gr. Ástæðan er einfaldlega sú að ég held að ekki sé búið að ganga þannig frá málum að þetta sé framkvæmanlegt og virki á þann hátt sem hugsunin er í tillögunni.

Ég tek heils hugar undir meininguna í tillögunum en ég held að þetta gangi hreinlega ekki upp í framkvæmd og muni ekki skila því markmiði sem til er ætlast. Þess vegna mun ég segja nei.