139. löggjafarþing — 166. fundur,  17. sept. 2011.

sveitarstjórnarlög.

726. mál
[13:11]
Horfa

Björn Valur Gíslason (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. 108. gr. frumvarpsins fjallar um frumkvæði íbúanna til að óska eftir íbúafundum og krefjast kosninga um tiltekin málefni. Þetta er ákaflega mikilvæg grein og með henni stígum við mikil og stór skref í lýðræðisátt og til að bæta aðkomu íbúa sveitarfélaga að stjórn sveitarfélaga sinna.

Samgöngunefnd mun fjalla um þessa grein á fundi sínum á eftir milli 2. og 3. umr. og hyggst leggja fram breytingartillögur við hana til að útfæra hana betur en hér er gert.