139. löggjafarþing — 166. fundur,  17. sept. 2011.

húsnæðismál.

100. mál
[14:12]
Horfa

velferðarráðherra (Guðbjartur Hannesson) (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Hér er verið að taka til lokaafgreiðslu heimild til Íbúðalánasjóðs að veita óverðtryggð lán, mál sem er búið að vera í þinginu í allan vetur og er ánægjulegt að það skuli klárast þannig að Íbúðalánasjóður geti haldið áfram vinnu við að undirbúa slíkar lánveitingar.

Ég tek undir það sem komið hefur fram í umræðunni en það skiptir miklu máli að þó að farið sé frá því að vera með verðtryggð lán yfir í óverðtryggð þá liggi fyrir góðar upplýsingar um valkosti til lántakenda og skýrir útreikningar á því hvaða kosti og galla það hefur að fara í óverðtryggð lán. Ég treysti að svo verði og þarna verði raunverulegt val og líka möguleiki á að færa sig á milli lánaflokka eftir því hvað er í boði á hverjum tíma. Ég greiði því atkvæði og fagna þessum árangri.