139. löggjafarþing — 166. fundur,  17. sept. 2011.

húsnæðismál.

100. mál
[14:15]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég fagna því að með þessu frumvarpi mun fjölbreytni í lánamöguleikum aukast fyrir heimili þessa lands en ég vil jafnframt taka fram að það að hafa valmöguleika léttir ekki skuldabyrði skuldsettra heimila. Óverðtryggð lán munu þyngja greiðslubyrði fólks núna þegar við sjáum fram á aukna verðbólgu. Auk þess sakna ég þess sem lofað var í samstarfsyfirlýsingu stjórnarflokkanna, að ekki sé verið að reyna að koma á leigumarkaði fyrir þá sem ekki hafa möguleika eða tök á að greiða markaðsleigu. Kaupleiga, eins og þetta frumvarp gerir ráð fyrir, er ekki valkostur fyrir þá sem eru tekjulágir.