140. löggjafarþing — 16. fundur,  2. nóv. 2011.

ljóðakennsla og skólasöngur.

75. mál
[16:33]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (andsvar):

Forseti. Ég er hjartanlega sammála og ég fagna líka þessari umræðu því að orðin eru svo mögnuð. Og þegar maður nýtir sér formið sem ljóðið er til að þræða orðin saman er hægt að búa til ótrúlegan galdur.

Mig langaði aðeins að ræða um þessa rannsókn á lestrarskilningi og -getu unglingsdrengja. Ég hef séð að strákar á þessum aldri — og það byrjar töluvert snemma hjá mörgum nú til dags — eru mikið í tölvum og mikið á netinu og eru margir hverjir snillingar í að nýta sér aðferðir eins og gúgl-aðferðina við að finna sér upplýsingar á netinu, ná í þær og nýta sér. Ég velti fyrir mér, bæði hvað varðar málskilning, ljóðakennslu, ljóð og tónlist eða orð í hinum víðtækasta skilningi, hvort við þurfum ekki að sníða það svolítið meira að nútímanum til að fá fólk til að hafa áhuga á fortíðinni.