140. löggjafarþing — 17. fundur,  3. nóv. 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

195. mál
[11:37]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hæstv. fjármálaráðherra fyrir framsögu sína. Ef þær tillögur sem lagðar eru fram í frumvarpinu ganga eftir þá verða gjöld og skattar sem eru ótekjutengd eða óafkomutengd í fjármálakerfinu í kringum 18 milljarðar kr. á næsta ári.

Mig langar að spyrja hæstv. fjármálaráðherra tveggja mjög einfaldra spurninga:

1. Hvaðan eiga þessir 18 milljarðar að koma?

2. Hvaða áhrif hefur þetta á fjármögnunarkostnað ríkissjóðs?