140. löggjafarþing — 18. fundur,  8. nóv. 2011.

aðgerðir til að endurreisa íslenskt efnahagslíf.

142. mál
[17:35]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er rétt hjá hv. þingmanni að það eru 85 þús. Íslendingar sem borga lægra hlutfall af tekjum sínum í skatta núna en 2008. Þau 26 þús. sem hafa horfið af vinnumarkaði í atvinnuleysi, af vinnumarkaði í skóla, borga mun lægri skatta vegna þess að þau eru með mun lægri tekjur. Ástæðan fyrir því að þessir 85 þús. Íslendingar borga lægri skatta er fyrst og fremst sú að þeir eru með miklu lægri tekjur. 90% allra Íslendinga á vinnumarkaði í dag eru í 2. skattþrepinu, 10% eru í 1. eða 3. skattþrepinu. Það er ekki rétt sem hv. þingmaður heldur fram, (Forseti hringir.) að það hafi verið sett eitthvað sérstakt á breiðu bökin. Það hefur bara verið sett á venjulegt fólk.