140. löggjafarþing — 21. fundur,  14. nóv. 2011.

fjáraukalög 2011.

97. mál
[15:59]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Margir hafa efasemdir um þær forsendur sem liggja að baki þeim vilja ýmissa í héraði og ýmissa á þinginu að fara í þessa framkvæmd sem ég tel í sjálfu sér jákvæða.

Í umhverfis- og samgöngunefnd hafa menn tekið saman höndum um að biðja Ríkisendurskoðun að fara yfir þessar forsendur. Mér þykir sjálfsagt að þingheimur allur bíði eftir þeirri rannsókn. (Gripið fram í.) Ég vissi það ekki fyrr en ég kom í þennan sal núna að það ætti að afgreiða þetta mál á miðvikudag og ég bið hina háu fjárlaganefnd að endurskoða þá ákvörðun því að það er ekki hægt að afgreiða þetta mál út frá þeim forsendum sem nú liggja fyrir.

Ég sit hjá í þessari umræðu en ég veit ekki hvað ég geri á miðvikudag.