140. löggjafarþing — 22. fundur,  14. nóv. 2011.

opinber þjónusta í Þingeyjarsýslum.

148. mál
[16:57]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F):

Frú forseti. Ég ætla aðeins að blanda mér í þessa umræðu og hvetja hæstv. ráðherra til að koma með afdráttarlausar yfirlýsingar um að staðið verði við þá viljayfirlýsingu á allan hátt sem menn hafa reynt að skilja.

Hæstv. ráðherra talar um að nauðsynlegt sé að greina þetta og kanna og hv. þm. Jónína Rós Guðmundsdóttir talar um álag á stofnanir vegna reynslunnar fyrir austan. Þetta hljómaði svolítið neikvætt hjá hæstv. ráðherra og mig langar að spyrja hann hvort í þeirri skýrslu sem var unnin um verkefni fyrir austan, og finnst á heimasíðu iðnaðarráðuneytisins, hafi ekki einmitt komið fram að allt hafi gengið eftir sem menn spáðu — það eina sem hafi farið fram yfir var að einhverjir einkaaðilar hefðu ákveðið að byggja fullmikið af íbúðum, en reynslan hefði verið býsna góð af verkefninu (Forseti hringir.) fyrir austan.