140. löggjafarþing — 24. fundur,  16. nóv. 2011.

samningar um sölu Byrs.

[16:02]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Frú forseti. Af því að hér er rætt um fundarstjórn forseta og mikið hefur verið rætt um að ekki hafi legið fyrir gögn sem óskað hafði verið eftir, tel ég rétt að halda því til haga að óskað var eftir umræddum samningi um söluna á Byr í aðdraganda fundar fjárlaganefndar í gær. Fulltrúar fjármálaráðuneytis komu á fundinn og sögðu okkur að samningurinn væri trúnaðarskjal. Þeir fóru yfir efnisleg atriði sem sagt var að við mættum vitna til í umræðunni. Að lokum sáu þeir auðvitað í hendi sér að eðlilegt væri að afhenda eintak af samningnum sem trúnaðargagn. Það fékk ég sem formaður nefndarinnar og þingmenn höfðu aðgang að þeim samningi frá hádegi í gær. (Gripið fram í: Hvaða þingmenn?)