140. löggjafarþing — 24. fundur,  16. nóv. 2011.

samningar um sölu Byrs.

[16:27]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr):

Forseti. Ég verð að viðurkenna að þegar svona máli er flýtt um tvær vikur í dagskrá þingsins kviknar á öllum viðvörunarbjöllum hjá mér. Ég hef undir höndum einhverja samninga sem ég var að sjá í fyrsta sinn. Í þá vantar bókstaflega aðra hverja blaðsíðu. Ég get ekki tekið afstöðu eftir þeim upplýsingum sem hér liggja fyrir. Maður er mjög brenndur af þeim vinnubrögðum sem hafa tíðkast í mörgum málum.

Mig langar líka að vekja athygli forseta á orðum Björns Vals Gíslasonar um samkomulag í fjárlaganefnd og beina þeirri spurningu til forseta: Síðan hvenær ákveða ákveðnar þingnefndir, fastanefndir þingsins, dagskrá þingsins?