140. löggjafarþing — 26. fundur,  28. nóv. 2011.

staða sjávarútvegsráðherra í ríkisstjórninni.

[15:11]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F):

Virðulegur forseti. Til hvers er þessi óundirbúni fyrirspurnatími þegar ráðherrar eru hvað eftir annar látnir komast upp með að svara einhverju allt öðru en þeir eru spurðir um?

Nú ítreka ég spurninguna til hæstv. fjármálaráðherra: Telur hann gagnrýni hæstv. forsætisráðherra á hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra rétta að einhverju eða öllu leyti og telur hann gagnrýnina maklega?

Í öðru lagi: Nýtur hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra trausts hjá hæstv. fjármálaráðherra og hjá þingflokki Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs? Sé svarið við þeirri spurningu já, að hæstv. ráðherra njóti trausts hjá þingflokknum, hvað hefur þá hæstv. fjármálaráðherra að segja um orð þingflokksformanns Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs?

Spurningarnar eru einfaldar: Er hæstv. fjármálaráðherra sammála hæstv. forsætisráðherra? Nýtur hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra trausts hjá hæstv. fjármálaráðherra og hjá þingflokki Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs?