140. löggjafarþing — 28. fundur,  29. nóv. 2011.

viðurkenning á sjálfstæði og fullveldi Palestínu.

31. mál
[14:33]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Ég eins og aðrir óska hv. þm. Amal Tamimi sérstaklega til hamingju með þennan áfanga. Ég er stoltur af því að vera Íslendingur, stoltur af því að litla Ísland, fámenna Ísland, geti stundum stigið fram á vettvang alþjóðasamfélagsins stór og mikil skref, skref sem stjórnast ekki af einhvers konar annarlegum hagsmunum, heldur einungis þeim að stuðla að friði, frelsi og mannréttindum. Ég segi já.