140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[18:30]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Hér stendur í 6. gr., lið 5.3, að kaupa eða selja. Þetta er galopið. Það virðist mega kaupa fyrir hvaða verð sem er, á hvaða verði sem er og hvaða upphæð. Ég er á móti svona opnum heimildum til ráðherra og tel að það samrýmist ekki stjórnarskránni, sem segir að ekkert megi greiða út úr ríkissjóði nema það sé ákveðið í fjárlögum eða fjáraukalögum, og þá hlýtur það að vera einhver upphæð. Ég greiði atkvæði gegn þessum lið.