140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[17:47]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að sitja hjá, ég styð þetta mál. Hins vegar vil ég vekja athygli á því að í skýringum með málinu er talað almennt um ofbeldi gegn börnum og svo kynferðisofbeldi. Í dag, á meðan við höfum setið hér og greitt atkvæði, hefur staðið yfir ráðstefna uppi í háskóla um einelti þar sem þrír meistaranemar hafa kynnt niðurstöður sínar varðandi eineltismál. Þar komu fram ýmsar tillögur sem við á Alþingi Íslendinga þurfum að skoða vel hvað lagabreytingar varðar því að einelti er ofbeldi og það á ekki að líða. (BirgJ : Heyr! Heyr!)