140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[17:47]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Hér er um að ræða verkefni sem innanríkisráðuneytið leiðir. Það er í samstarfi innanríkisráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og velferðarráðuneytis og snýst um nákvæmlega þetta, að efla fræðslu til kennara um hvernig bregðast megi við og koma í veg fyrir ofbeldi gegn börnum, kynbundið ofbeldi og annað. Verkefnið er unnið í samstarfi við Evrópuráðið og ég tel að það sé gott mál. Það er hugsað til þriggja ára og það skiptir mjög miklu að við bætum okkur í þessum efnum. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)