140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[18:01]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Mig langar að koma hingað upp og þakka fjárlaganefnd fyrir að auka fjármuni til innanlandsflugs. Það leit út fyrir að hætt yrði flugi til Sauðárkróks, sem er gríðarlega mikilvægt fyrir alla þjónustu, ferðaþjónustu, sjúkrahús og þá opinberu starfsemi sem þar er. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að styðja við atvinnusköpun og þetta er einn liður í því. Ég vil því fagna þessu sérstaklega.