140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[18:02]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf):

Virðulegi forseti. Innanlandsflug er jafngildi almenningssamgangna á langstærstum hluta Íslands og ber að styðja við það með ráðum og dáð og gæta til dæmis hófs í skattlagningu. Almenn rekstrarskilyrði eru afskaplega brýn, svo og stuðningur við fámenn samfélög eins og gert er í þessu tilviki og í þriðja lagi, síðast en ekki síst, er afskaplega brýnt að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram á réttum stað.