140. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

381. mál
[11:31]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Málið sem hér liggur fyrir á rót í atburðarás í tengslum við samþykkt frumvarps um Stjórnarráð Íslands í september sem hv. þingmenn þekkja og rifjuð var upp í umræðum í gær. Þá var bent á að þetta ákvæði væri vanhugsað og ekki búið að ganga þannig frá því að það stæðist. Síðan hefur komið á daginn að svo er.

Ég segi fyrir mitt leyti að meðan ekki liggur fyrir hvernig á að hafa þetta ákvæði finnst mér að það eigi ekki að vera í lögum. Þess vegna get ég stutt tillögu hv. þm. Vigdísar Hauksdóttur á eftir, en nái hún ekki fram að ganga hyggst ég sitja hjá við afgreiðslu málsins. Það er nefnilega skárra að fresta framkvæmd óframkvæmanlegs ákvæðis.