140. löggjafarþing — 43. fundur,  17. jan. 2012.

staðgöngumæðrun.

4. mál
[17:08]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vil koma hingað upp og lýsa mig algerlega ósammála því sem hv. þingmaður segir, að ég hafi beitt einhverju offorsi í þessu máli. Jú, ég er búin að vinna vel að því, ég er búin að tala fyrir því og ég er búin að reyna að afla því stuðnings, enda held ég að það hafi gengið ágætlega.

Hins vegar, eins og hv. þingmaður þekkir, eru ákveðin mál tekin við þinglok og rætt hvort þau eigi að halda eigi áfram með þau og það er alveg rétt að þetta mál hefur af einhverjum ástæðum lent í þeirri stöðu. Ég hef hins vegar ekki beitt neinu offorsi heldur hef ég talað fyrir því að menn standi við það sem um hefur verið rætt í sambandi við þetta mál eins og með önnur mál sem koma fram í þinginu og um er samið við lok þings.

Ég frábið mér að svona útúrsnúningar og rangfærslur séu viðhafðar hér og eyðileggi fyrir þessu máli.