140. löggjafarþing — 46. fundur,  20. jan. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[10:58]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég kemst ekki hjá því, út af ummælum hv. þm. Marðar Árnasonar, að benda honum á að hann las ekki alla tilvitnunina. Hann getur þess til dæmis ekki að í því minnisblaði sem hér er vísað til er meðal annars sagt að saksóknarnefnd hafi töluverðar heimildir til að marka sér sitt starfssvið sjálf. Ég hygg að ef hann les textann allan þá sjái hann slíka setningu að saksóknarnefndin hefur töluvert svigrúm.

Talandi um það að mál hljóti óhjákvæmilega að ganga til fastanefnda en ekki til nefnda eins og saksóknarnefndar sem byggir á sérlögum þá spyr ég hann um það hvernig var með ákærumálið síðasta haust, eða haustið 2010, sem gekk til hinnar svokölluðu þingmannanefndar milli umræðna en ekki til fastanefndar þingsins.