140. löggjafarþing — 46. fundur,  20. jan. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[11:06]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég vil vekja athygli á því hvar við erum stödd í þessari umræðu. Hér liggur fyrir þingsályktunartillaga sem metin hefur verið þingtæk. Flutningsmaður hefur flutt framsöguræðu sína en þeir sem eru andvígir þessari tillögu eru ekki komnir hingað til að ræða málið efnislega heldur eru að velta fyrir sér til hvaða nefndar málið eigi að ganga. Það er atriði sem er afgreitt (Gripið fram í.) hæstv. forseti, í lok umræðu, ekki í upphafi umræðu.