140. löggjafarþing — 46. fundur,  20. jan. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[12:22]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er alveg rétt, ég var ekki með spurningu í fyrra andsvari mínu enda ekki þörf á því, andsvar þarf ekki að vera spurning. En að áeggjan hv. þm. Björns Vals Gíslasonar mun ég spyrja hann við þetta síðara andsvar. Göngum nú út frá því að hv. þm. Björn Valur Gíslason hafi töluvert til síns máls í þeim efnislegu atriðum sem hann fjallaði um í ræðu sinni hér áðan, gefum okkur það. Ég er ósammála því, aðrir kunna að vera sammála því. Hvað er athugavert við það, spyr ég hv. þm. Björn Val Gíslason, að þær spurningar sem vakna um mismunandi sjónarmið til þeirra atriði sem hann fjallaði um í ræðu sinni fái þá þinglegu meðferð sem m.a. felst í nefndarstörfum og eftir atvikum síðari umræðu hér í þinginu? Ég þykist vita að hv. þingmaður styðji þá frávísunartillögu sem hér er komin fram (Forseti hringir.) en hún gerir ráð fyrir því að málið (Forseti hringir.) verði drepið áður en það kemst á það stig.