140. löggjafarþing — 47. fundur,  24. jan. 2012.

frávik vegna styrkja úr sjóði er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki Evrópusambandsins.

376. mál
[17:58]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég velti því fyrir mér þegar talað er um styrki að í 3. gr. er talað um vörur og við sáum það í þingsályktunartillögu sem við ræddum áðan að talað er um tæki, en hvaða tæki og tól og vörur geta það verið sem þarf að flytja inn vegna þessara IPA-styrkja?

Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra hvort hætta sé á að það mismuni hugsanlega íslenskum fyrirtækjum sem eru að selja vörur sem þessir aðilar geta flutt inn og þá með engum gjöldum, að það sé þá verið að mismuna þeim sem eru fyrir í landinu, þeim fyrirtækjum sem selja þessa vöru. Og ég spyr hvort ráðherra telji koma til greina að setja inn í þessi lög takmarkanir á því hvaða tól og tæki hægt er að flytja inn til landsins undir þessum formerkjum, þ.e. að tæki sem hægt er að kaupa hér eða nálgast í gegnum verslanir eða þjónustu séu sem sagt ekki inni í þessu.