140. löggjafarþing — 64. fundur,  29. feb. 2012.

tilkynning um skrifleg svör.

[15:01]
Horfa

Forseti (Ragnheiður Ríkharðsdóttir):

Forseti vill tilkynna að borist hefur bréf frá innanríkisráðuneytinu um frestun á því að skriflegt svar berist við fyrirspurn á þskj. 764, um skuldir sveitarfélaga og endurfjármögnun, frá Lúðvík Geirssyni. Vegna umfangs fyrirspurnarinnar óskar ráðuneytið eftir viðbótarfresti til 9. mars til að svara fyrirspurninni.

Þá hefur forseta borist bréf frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu um frestun á skriflegu svari við fyrirspurn á þskj. 732, um óhreyfða innlánsreikninga, frá Eygló Harðardóttur. Vegna umfangs fyrirspurnarinnar reiknar ráðuneytið með að þurfa tveggja til þriggja vikna viðbótarfrest til að svara fyrirspurninni.