140. löggjafarþing — 64. fundur,  29. feb. 2012.

upplýsingaréttur um umhverfismál.

59. mál
[15:40]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég get tekið undir með hv. síðasta ræðumanni. Ég tel rétt að þetta mál fari til nefndar. Hér er um að ræða frumvarp sem stefnir vissulega að jákvæðu markmiði og er til komið vegna réttmætra sjónarmiða. Hins vegar hefur komið fram í störfum nefndarinnar, og ég tel að það sé ekki fullrætt, að afleiðingar þess geti verið býsna víðtækar og haft áhrif á marga aðila. Það getur verið erfitt að framkvæma þetta með þeim hætti að vit sé í þannig að ég held að við ættum að taka þetta aftur fyrir í nefndinni og fara betur yfir það. Eins og fram kom á sínum tíma í nefndinni treysti ég mér ekki til að styðja málið eins og það liggur nú fyrir.