140. löggjafarþing — 64. fundur,  29. feb. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[21:15]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna. Hún var flutt af miklum krafti eins og hv. þingmanni er tamt og það er hressilegt að heyra ræðuflutning af þessu tagi, sérstaklega þegar krafturinn raskar ekki röksemdafærslu og þegar tilfinningar og skynsemi fylgjast nokkurn veginn að. Það verð ég að segja að þó að ég sé ósammála þingmanninum nokkurn veginn frá upphafi til endis tel ég að þetta hafi verið.

Eftir því sem mér skildist voru meginrökin í ræðu þingmannsins af tvennu tagi, annars vegar þau sem hv. þm. Magnús Norðdahl hefur nú rætt um við þingmanninn og hins vegar það að landsdómur og lögin um hann væru úrelt. Þá spyr ég: Þykir hv. þingmanni það sjálfstæð ástæða til að hætta nú málsókninni á hendur Geir Haarde? Er það sjálfstæð ástæða að lögin um landsdóm eru úrelt eða var það sagt sem viðauki eða eftirmáli við meginmál þingmannsins?