140. löggjafarþing — 77. fundur,  28. mars 2012.

fundarstjórn.

[02:08]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Mér finnst þetta komið á heldur lágt plan ef verið er að ásaka fólk fyrir að hafa ekki hlustað á umræður í dag. Hv. þm. Illuga Gunnarssyni er vel kunnugt um að hægt er að hlusta á þingfundi í þingflokksherbergi þar sem ég til dæmis eyddi — reyndar ekki rétt orð — tíma í kvöld, og mestum eftirmiðdeginum varði ég í þingsal eða hliðarherbergi. Ég veit ekki hvort maður á að nota orðið lúalegt en mér finnst þingmanninum ekki til sóma að tala svona. Hann veit miklu betur.