140. löggjafarþing — 91. fundur,  30. apr. 2012.

auðlegðarskattur, eignarnám og skattlagning.

483. mál
[16:26]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. þm. Guðlaugi Þór Þórðarsyni fyrir þessa fyrirspurn. Ég tengist henni næstum því sjálfur þar sem ég innleysti spariskírteini og þarf að borga 18% skatt 13 ár aftur í tímann þó að meginhluta tímans hafi verið 10% skattur. Það er í málaferlum svo ég get ekki tjáð mig meira um það.

Ég vil spyrja hæstv. ráðherra sem kemur væntanlega aftur á eftir í stólinn: Hvernig stendur á því að verðmæti lífeyrisréttinda er ekki talið með í auðlegðarskatti sem kom fram í fyrirspurn hv. þingmanns? Þeir sem eiga sennilega mestu lífeyrisréttindin í landinu eru í B-deild LSR og eru ráðherrar, forstöðumenn ráðuneyta, ráðuneytisstjórar og slíkir. Hvernig stendur á því að þetta telst ekki með auðlegðarskattsstofni og getur verið að menn hafi beitt þarna ítökum sínum?