140. löggjafarþing — 95. fundur,  4. maí 2012.

bætt heilbrigðisþjónusta og heilbrigði ungs fólks.

680. mál
[17:04]
Horfa

Frsm. velfn. (Jónína Rós Guðmundsdóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ábendinguna og ég geri ráð fyrir því, það hvarflar ekki annað að mér, að sá starfshópur sem skilaði af sér í september 2011 hafi haft til hliðsjónar þau gögn sem til voru. Ég held að margt af því sem hér kemur fram sé algjörlega samhljóma því. Velferðarnefnd sameinaðist um þessa tillögu og hún verður lögð fram en ég vona svo sannarlega að öll þau gögn sem unnin hafa verið fyrir ráðuneytið liggi þar frammi og séu höfð til hliðsjónar þegar ný verða unnin. Það hvarflar ekki annað að mér en að að sjálfsögðu verði höfð til hliðsjónar sú heilsustefna sem hv. þingmaður ræddi um.