140. löggjafarþing — 98. fundur,  11. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[11:18]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þetta mál er allt of seint fram komið. Stutt er í kosningar og allar líkur á að nýjum stjórnarmeirihluta muni finnast þurfa að umturna þessum stjórnarráðsbreytingum með tilheyrandi kostnaði fyrir skattgreiðendur. Ég óttast líka að breytingar á Stjórnarráðinu, sérstaklega sameining efnahags- og viðskiptaráðuneytis við fjármálaráðuneyti, taki tíma og orku frá starfsfólki þessara ráðuneyta, tíma og orku sem væri betur varið í brýnni úrlausnarmál, eins og skuldavanda heimilanna og lítilla og meðalstórra fyrirtækja.

Ég segi því nei.