140. löggjafarþing — 98. fundur,  11. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[11:23]
Horfa

Lúðvík Geirsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Fá mál hafa fengið jafnítarlega umfjöllun á þingi nú í vetur og það mál sem hér er til afgreiðslu. Þetta mál er mun betur undirbúið og rökstutt en þær breytingar á stjórnkerfinu sem voru keyrðar í gegn á þremur klukkustundum árið 2007 undir forustu Sjálfstæðisflokksins. (Gripið fram í: Og Samfylkingar.) Ég fagna því að málið er loks komið til atkvæðagreiðslu og styð heils hugar þær breytingar að stjórnvöld hafi fullt umboð á hverjum tíma til að ráða skipan ráðuneyta í samræmi við áherslur og þarfir hverju sinni. (Gripið fram í: Samfylkingin var í ríkisstjórninni.)