140. löggjafarþing — 99. fundur,  15. maí 2012.

kynning á Icesave í ríkisstjórn.

[13:35]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Ég vil fara mjög varlega í að tala inn í þingtíðindin um þetta mál, menn þurfa að vanda sig mjög til þess og hafa allar staðreyndir hreinar, sem ég hef ekki í endurminningunni að öðru leyti en því að haldinn var fundur þann dag sem hv. þingmaður nefnir. Sá fundur var tvískiptur, ef ég man rétt, að morgni og síðan í hádeginu, en eðlilegast er að skoða opinberar dagsetningar ríkisstjórnarfunda og síðan má fá upplýsingar um hvað hafi verið rætt á þeim.

Engir leynilegir fundir voru haldnir um þetta mál eða annað en ég vil fara mjög varlega þegar ég er að tala inn í þingtíðindin um mikilvægar sögulegar staðreyndir þannig að ég fari örugglega rétt með.